Jódís Skúladóttir í 3. sæti hjá VG

Jódís Skúladóttir, persónuverndarfulltrúi hjá Austurbrú og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi, hafnaði í 3. sæti í forvali Vinstri grænna (VG) í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Athygli vekur að Óli Halldórsson forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga hafnaði í fyrsta sæti listans. Forvalið fór fram um síðustu helgi.

Bjarkey Olsen þingmaður VG í kjördæminu hafnaði í 2. sæti listans en hún bauð sig fram í 1.-2. sæti. Óli Halldórsson sem bauð sig fram í 1. sætið hlaut 304 atkvæði eða 11 atkvæðum meir en Bjarkey. Jódís sem bauð sig fram í 1.-3. sætið hlaut samtals 297 atkvæði.

Vopnfirðingurinn Kári Gautason hafnaði í 4. sæti listans og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir í 5. sætið. Alls voru 12 í framboði. Á kjörskrá voru 1042. Atkvæði greiddu 648 og var kosningaþáttaka því 62%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.