Íbúum á rýmingarsvæði á Seyðisfirði óheimilt að vitja um hús sín í dag

Þeir íbúar Seyðisfjarðar sem búa á rýmingarsvæði geta ekki vitjað húsa sinna í dag samkvæmt ákvörðun Almannavarna.

Sú ákvörðun er tekin í ljósi nýrra veðurupplýsinga en rigningu er spáð á staðnum eftir hádegið og er heldur að bæta í úrkomu frá fyrri spám.Spár nú gera ráð fyrir að það muni rigna nokkuð duglega fram á nótt. Morgundagurinn ætti þó að haldast þurr.

 

Hjálparmiðstöðin í Herðubreið verður opin í dag og alla daga meðan rýming varir sem er framyfir helgina. Íbúar hvattir til að mæta og leita ráða og aðstoðar ef þörf krefur.

 

Hreyfing mælist enn á flekanum sem liggur sunnan megin við Búðará í skriðusárinu frá desember 2020. Flekinn hreyfst um tæpa fjóra sentimetra síðan á laugardag. Ekki hefur orðið vart annarra hreyfinga í hlíðum bæjarins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar