Íbúar á Djúpavogi hvattir til að sjóða neysluvatn áfram næstu daga

Íbúar á Djúpavogi fengu þau tilmæli á laugardag um að sjóða neysluvatn og þurfa að gera það áfram næstu daga. Beðið er eftir varahlutum í hreinsibúnað vatnsveitunnar erlendis frá.


„Það kom í ljós við eftirlit fyrir nokkrum dögum að vatnsgæði voru ekki eins og þau áttu að vera. Heilbrigðiseftirlitið tók sýni sem var ekki eins og það átti að vera og þess vegna er gripið til þessara öryggisráðstafna.

Það er þakkarvert að eftirlitið virki með þessum hætti, til þess er það,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.

Á laugardag var miðum dreift í hús með skilaboðum um að sjóða neysluvatn og þau skilaboð áréttuð á heimasíðu sveitarfélagsins í dag.

Bilun fannst í hreinsibúnaði vatnsveitunnar en þeir hafa ekki borist enn. „Við vonuðumst að þetta lagaðist sem fyrst eftir helgina en þetta tekur lengri tíma en við reiknuðum með. Við vonumst hins vegar til að við þurfum ekki að bíða mikið lengur.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.