Hver á skógræktarstefna Íslendinga að vera?

hallormsstadarskogur.jpgNú gefst almenningi í fyrsta sinn kostur á að gera athugasemdir við drög að stefnumótun í skógræktarmálum Íslendinga. Stefna í skógræktarmálum Íslendinga finnst í ýmsum lögum, samþykktum og áætlunum en hvergi í heild á einum stað.

 

Undanfarin fjögur ár hefur nefnd á vegum skógræktarstjóra unnið að heildstæðri stefnu í skógrækt á Íslandi, hið minnsta til ársins 2040. Hún hefur nú skilað af sér drögum.

„Drögin hafa verið send til fyrirfram ákveðinna umsagnaraðila en í ljósi breyttra tíma, krafna samfélagsins um opna stjórnsýslu og aukin áhrif almennings vill Skógrækt ríkisins einnig bjóða almenningi að senda inn athugasemdir við drögin,“ segir til tilkynningu frá Skógræktinni.

Óskað er eftir því að athugasemdir berist með tölvupósti til Þrastar Eysteinssonar, sviðsstjóra hjá Skógrækt ríkisins, fyrir 20. september n.k.

Frekari upplýsingar og drögin sjálf má finna á vefsíðu Skógræktar ríkisins, skogur.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.