Hugsanlega beint flug frá Egilsstöðum á landsleik Íslands og Frakklands

Ferðaskrifstofa Austurlands hefur tryggt sér leiguflugvél fyrir 100 manns til Parísar beint frá Egilssöðum fyrir landsleik Íslands og Frakklands.

Hannibal Guðmundsson er eigandi ferðaskrifstofunnar. „Fjölmarga hafa sýnt þessu flugi áhuga, en einungis verður farið með fulla vél til að halda verðinu viðráðanlegu,“ segir Hannibal, en takist að fylla vélina mun flugið kosta 169.900 krónur fram og til baka, með öllum sköttum og gjöldum.

„Ef úr verður er aðeins um dagsferð að ræða, farið væri út snemma á sunnudagsmorgun og flogið aftur heim eftir leik,“ segir Hannibal, en um er að ræða leiguflugvél á vegum Charter Five Airways frá Spáni.

Allar nánari upplýsingar er að finna á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og sími 471-2000.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.