Hreindýraveiði hafin: Fyrsti tarfurinn felldur í Breiðdal

hreindyr_web.jpg

Hreindýraveiðitímabilið hófst í gær en fram að mánaðarmótum er aðeins heimilt að fella tarfa. Sá fyrsti náðist í Breiðdal.

 

Fyrsti tarfurinn náðist strax á miðnætti í gær. Hann vó 100 kg og var skotinn á 50 metra færi í Breiðdal. Eiður Gísli Guðmundsson var leiðsögumaður. Allnokkrir veiðimenn fóru strax til veiða.

Menn höfðu því rétt fyrir sér að fyrsta dýrið yrði fellt á svæði sex eða sjö. Dýrin hafa haldið sig þar mikið í sumar, svo nóg þykir sumum um ágang þeirra.

Veiðitímabilið stendur fram í miðjan september en fyrstu tvær vikurnar er aðeins heimilt að fella tarfa.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.