Hraðahindranir til umræðu á Borgarfirði eystri

Heimastjórn Borgarfjarðar eystri beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gera úrbætur til að auka öryggi vegfarenda og íbúa strax í vor. Lausnin getur m.a. falist í hraðahindrunum.

Fjallað var um málið á síðasta fundi heimastjórnarinnar. Þar kom fram að brýnt er að gera ráðstafanir á „Bökkunum“ þ.e. á veginum frá Bakkaá út að húsinu Merki þar sem vegurinn er einbreiður og án gangstéttar. Við ytri enda vegarins er hótel Ferðaþjónustunnar Álfheima, sem gerir út á gönguferðir frá hótelinu. Fimm til sex mánuði á ári er mikil umferð gangandi vegfarenda um veginn sem og akandi.

„Umferðarhraði er oft langt umfram það sem getur talist ásættanlegt og á það við um þorpið allt,“ segir í fundargerð.

„Lausnin gæti falist í að setja hraðahindranir, ítarlegri merkingar eða þrengingar á veginn.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.