Hoffellið komið aftur á miðin með nýtt kælikerfi

Hoffellið er komið aftur á miðin eftir að hafa verið sex vikur í slipp í Þórshöfn í Færeyjum þar sem m.a. skipt var um kælikerfið í skipinu.


Fjallað er um málið á vefsíðu Loðnuvinnslunnar. Þar segir að undirbúningsvinnan fyrir skiptin á kælikerfinu hafi farið fram í áföngum. Einnig að gírinn fyrir aðalvélina hafi verið yfirfarinn og ljósavélin tekin upp.

Kjartan Reynisson útgerðarstjóri segir í samtali á vefsíðunni að allt hefði gengið nokkurn vegin samkvæmt áætlun og verkin væru vel unninn líkt og áður hjá frændum vorum í Færeyjum.  Þá var gert við smáræði hér og þar, málað og snyrt.

“Þetta var góð yfirhalning,” segir Kjartan og bætir því við að fyrirbyggjandi viðhald sé ávallt farsælast.

Skip Loðnuvinnslunnar fara að jafnaði í slipp annað hver ár, þar sem þau eru botnhreinsuð og máluð auk venjubundins viðhalds.

Nú er Hoffellið sumsé komið á miðin og mun þessi túr segja til um gæði nýja kælikerfisins en það á að geta kælt hraðar og betur en það sem fyrir var, að því er segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.