Helmingur Austfirðinga les Austurgluggann

Lestur vikublaðsins Austurgluggans mælist 49,3% á Austurlandi í nýlegri könnun. Ekki er marktækur munur á milli aldurshópa í lestri blaðsins.


Lestur blaðsins eykst um rúm tíu prósentustig í nýlegri könnun sem AFL Starfsgreinafélag gekkst fyrir en yfir sex hundruð félagsmenn svöruðu spurningunni um hverja af eftirtöldum staðarmiðlum þeir hefðu lesið, flett eða horft á síðastliðnar vikur.

Svarendur dreifast á svæðið frá Vopnafirði suður að Höfn. Lestur Austurgluggans er langminnstur á Höfn, sem er utan helsta markaðssvæðisblaðsins, sem dregur heildartöluna niður.

Á Höfn sögðust hins vegar 97% svarenda hafa séð Eystrahorn.

Ýmislegt fleira áhugaverð leynist í lestrartölum Austurgluggans. Ólíkt flestum öðrum miðlum er ekki marktækur munur milli aldurshópa og er blaðið meðal annars með 47% lestur í aldurshópnum 18-24 ára.

Mestur er lesturinn á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð þar sem yfir 60% lesa blaðið sem kemur út vikulega á föstudögum. Konur og karlar lesa blaðið nokkuð jafnt og tekjuhærri frekar en tekjulægri.

Austurglugginn mælist næst vinsælasti fjölmiðill svæðisins í könnuninni á eftir Dagskránni sem er með 72,3% lestur. Lestur hennar hefur heldur dregist saman síðustu ár.

Áhorf á N4 mælist 48,7% í könnuninni og er munurinn á sjónvarpinu og Austurglugganum innan skekkjumarka. Lestur Austurlands, sem kemur út á tveggja vikna fresti er 28,7%.

Austurglugginn og Austurfrétt eru með sameiginlega ritstjórn en Útgáfufélag Austurlands ehf. gefur miðlana út.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.