Helgin fór vel fram á Austurlandi

Lögreglan á Austurlandi segir helgina hafa farið vel fram í landshlutanum. Óhætt er að segja að þetta sé með stærri skemmtanahelgum hér eystra en ekkert beintengt skemmtanahaldi helgarinnar kom inná borð lögreglu.

Um helgina voru haldnar bæjarhátíðin Franskir dagar á Fáskrúðsfirði og tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfiði sem báðar eru vel sóttar.

Eftir liðna viku liggja fyrir 62 kærur fyrir umferðarlagabrot, þar af ein fyrir ölvunarakstur. Aðarar kærur eru fyrir hraðakstur en að sögn lögreglu er mikill meirihluti þeirra sem kærðir eru fyrir of hraðan akstur erlendir ferðamenn og meðalhraðinn í slíkum kærum um 120 kílómetar utanbæjar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.