Heil á húfi eftir að hafa fallið í Eiðavatn

Mikill viðbúnaður var í gær eftir að ung stúlka féll í Eiðavatn. Hún er heil á húfi en var flutt til Reykjavíkur til aðhlynningar.

Slysið varð um klukkan þrjú í gær. Stúlkan var í sumarbúðum á Eiðum og voru ungmennin að stökkva í vatnið þegar undirliggjandi veikindi stúlkunnar gerðu vart við sig þannig hún missti meðvitund.

Nærstaddir brugðust skjótt við, björguðu stúlkunni og kölluðu eftir aðstoð. Hún fyrst flutt á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum og svo suður til Reykjavíkur með sjúkraflugi til aðhlynningar.

Mikill viðbúnaður var hjá hjúkrunarfólki og lögreglu vegna málsins og heyrðu margir íbúar Egilsstaða sírenuvælið þegar bílar í forgangsakstri þustu út Eiðaveg.. „Þegar útkall berst um barn og sumarbúðir þá bregður fólki,“ sagði Óskar Bjartmarz hjá lögreglunni á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar