Hækkaði í ánni um 20 sentímetra á klukkutíma - Myndir

„Hér eru allir vegir að fara í sundur,“ segir Eiður Ragnarsson frá Bragðavöllum í Hamarsfirði. Þar hefur verið úrhellisrigning frá því í gærkvöldi og mikill vöxtur í öllum ám.


Eiður segist hafa fylgst með því hvernig hækkaði hafi í Hamarsánni um að lágmarki 20 sentímetra milli klukkan níu og tíu í morgun. „Þetta er með því mesta sem ég hef séð.“

Áin flæðir yfir veginn inn að Hamarsseli og er að sögn Eiðs nálægt því að taka hann í sundur. Starfsmenn Vegagerðarinnar fylgjast með framvindunni þar sem vegurinn er einnig varnargarður sem veitir vatni frá nýju brúnni yfir Hamarsá.

Eiður segir rigninguna í kringum Bragðavelli heldur hafa minnkað en enn virðist rigna þar fyrir innan. Þess vegna bætir heldur enn í ána.

Samkvæmt tölum frá Veðurstofunni hækkaði vatnsyfirborðið í Geithellnaá, sem fellur í Álftafjörð, um 2,5 metra frá klukkan 8 í gærkvöldi til 8 í morgun. Það náði hámarki þá og hefur lítillega sjatnað í ánni síðan.

Myndir: Eiður Ragnarsson

22050710 10213950474017429 375172470 O
22050844 10213950505418214 145224647 O
22070128 10213950474177433 981104523 O
22092431 10213950476137482 73095944 O
22092878 10213950480417589 598909026 O



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.