
Gul viðvörun í fyrramálið
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna storms í fyrramálið.Viðvörunin gildir í fjóra tíma, frá klukkan sex í fyrramálið fram til klukkan tíu. Spáð er norðvestan 15-23 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll.
Viðbúið er að einhver snjókoma fylgi hvassviðrinu. Meðan það gengur yfir er hætt við að ferðaveður verði varasamt.
Veðrið gengur niður um hádegi og lægir verulega þegar líður á daginn.