Gul viðvörun í fyrramálið

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna storms í fyrramálið.

Viðvörunin gildir í fjóra tíma, frá klukkan sex í fyrramálið fram til klukkan tíu. Spáð er norðvestan 15-23 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll.

Viðbúið er að einhver snjókoma fylgi hvassviðrinu. Meðan það gengur yfir er hætt við að ferðaveður verði varasamt.

Veðrið gengur niður um hádegi og lægir verulega þegar líður á daginn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.