Gul veðurviðvörun á Austurlandi síðdegis

Gul veðurviðvörn tekur gildi á Austurlandi að Glettingi kl. 4 í dag og gildir í ellefu tíma. Spáð er suðvestan stormi 18-23 m/s og að hviður verði jafnvel yfir 35 m/s.

Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að á meðan verði varhugavert ferðaveður og fólk er hvatt til að sýna aðgát og tryggja lausamuni.

Sem stendur er hálka á Fjarðarheiði en krapi á Fagradal annars hálka eða hálkublettir á leiðum. Greiðfært er frá Reyðafirði með ströndinni að Höfn, að því er segir á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.