Grunnskólinn á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði lokaður í dag

Nemendur í 1. – 10. bekk Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla eru heima í dag meðan brugðist er við Covid-19 smiti sem greindist hjá nemenda á miðstigi skólans í gær.

Allir nemendur í 1. – 6. bekk, ásamt nokkrum starfsmönnum, eru í sóttkví en aðrir nemendur og starfsmenn í smitgát. Eðlilegt skólahald er hjá nemendum í leikskóladeildum skólans.

Þær upplýsingar fengust hjá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi í morgun að beðið sé eftir niðurstöðum úr sýnatöku frá í gær. Vonast sé til að tíðindi úr henni berist upp úr hádegi í dag.

Eitt smit greindist til viðbótar á Vopnafirði um helgina. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.