Gránaði í fjöll í Vopnafirði í morgun

Haustið er að hefja innreið sína og við það urðu íbúar á Vopnafirði í morgun. Grátt var þar í fjöllum í fyrsta skipti þetta haustið.


„Það er farinn að liggja svona haustfílingur í loftinu,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri. „Það var grátt efst í fjöllunum hér sunnan megin í firðinum.“

Samkvæmt tölum frá Veðurstofu Íslands var hiti á Vopnafjarðarheiði rétt rúmar tvær gráður síðustu nótt og mikill raki í loftinu.

Dagurinn bar hins vegar betri tíðindi. „Það er búið að vera fínt núna seinni partinn og sól í heiði,“ sagði Ólafur Áki.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.