Göngur geta orðið svolítið púsluspil vegna COVID

Göngur eru hafnar á Austurlandi og standa meir og minna út mánuðinn. Göngur og réttir geta orðið „svolítið púsluspil“ í ár að sögn fjallskilastjóra vegna sóttvarnareglna af völdum COVID.

Árni Jón Þórðarson á Torfastöðum er fjallskilastjóri norðan Jökulsár á Dal. Hann segist reikna með að á bilinu 25 til 30 manns fari í göngur á tveimur svæðum um helgina. Annarsvegar er um að ræða Kaldártungur í Jökulsárhlíð og hinsvegar Fjallgarðar og Háreksstaðaheiði í Jökuldalsheiði.

„Ég held að þetta verði strembið að einhverju leyti, veðurspáin framundan er ekki góð og vegna COVID reglan getur þetta orðið svolítið púsluspil almennt hjá göngumönnum,“ segir Árni Jón. „En ég á ekki von á neinum vandamálum hjá okkur enda vanur maður í hverju rúmi.“

Vegna COVID verða fjallaskálar/húsnæði aðeins opnir gangnamönnum í haust . Aðrir gestir mega ekki vera í húsnæðinu á sama tíma. Einnig skulu allir smalar hafa handspritt meðferðis. Hinsvegar er búið að rýmka aðeins nálægðarregluna inn í fjallaskálum og má hún vera einn metri á milli manna í stað tveggja ef aðstæður bjóða ekki upp á annað.

Fyrstu réttir Austanlands verða í Teigsrétt í Vopnafirði þann 6. september. Síðan er áformað að rétta í Melarétt í Fljótsdal þann 12. september.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.