Gistinóttum í nóvember fjölgaði mest eystra

Gistinóttum á hótelum á Austurlandi í nóvembermánuði fjölgaði um 46% á milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta er mesta aukning á landinu í mánuðinum. Gistinæturnar eru þó enn fæstar eystra.


Gistinætur í nóvember 2015 á Austurlandi voru 2.829 talsins en voru 1.942 í sama mánuði árið áður. Þetta þýðir 46% aukningu en rétt er að hafa að Austurland skar sig úr með að gistinóttum fækkaði frá 2013 til 2014. Árið 2013 voru þær 2.624.

En þótt fjölgunin sé mikil þá eru gistinæturnar samt enn fæstar eystra og má nefna til samanburðar að næst fæstar voru þær á Vesturlandi og Vestfjörðu, ríflega 5.500.

Flestar eru þær á höfuðborgarsvæðinu, tæplega 160 þúsund og Suðurlandi, tæplega 22.000. Einnig er um verulega fjölgun að ræða á þessum tveimur svæðum.

Gistinóttum Íslendinga eystra fækkar lítillega en fjöldi gistinátta erlendra gesta meira en tvöfaldast, fer úr 720 í 1650.

Um þriðjungur þeirra er skráður á Bandaríkjamenn. Á eftir fylgja Bretar og Kínverjar. Tölurnar eiga eingöngu við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.