Gamalt smit í farþega Norrænu

Farþegi Norrænu sem greindist með Covid-19 veiruna og félagar hans eru lausir úr einangrun eftir að staðfest var að smitið hefði verið gamalt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands. Maðurinn greindist við sýnatöku í Hirtshals í Danmörku áður en ferjan fór af stað.

Hann og fimm ferðafélagar hans voru einangraðir frá öðrum farþegum ferjunnar. Þeir komu hingað til starfa á hálendinu og fóru strax í einangrun í vinnubúðum sínum þar við komuna til landsins.

Nú hefur verið staðfest að smitið var gamalt og maðurinn því hvorki veikur né smitandi. Einangrun sexmenninganna hefur því verið aflétt.

Enginn er nú skráður í sóttkví eða einangrun á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.