Fyrsta loðnan til Neskaupstaðar

Polar Amaroq kom með fyrstu loðnu ársins í Neskaupstað á laugardag. Aflinn var 710 tonn af frosinni loðnu og 30 tonn af fráflokkaðri sem fór í mjöl- og lýsisvinnslu.


Aflinn fékk norðaustur af Langanesi og fór skipið strax aftur til veiða um kvöldið. Það er gert út af grænlenskri útgerð sem að megninu til er í eigu Síldarvinnslunnar. Skipstjórar eru Halldór Jónasson og Geir Zoega.

Hafrannsóknastofnun gaf fyrir helgi út 173 þúsund tonna aflamark fyrir vertíðina eftir tveggja vikna rannsóknarleiðangur. Mest af loðnu fannst þá norður af Hornströndum. Í fyrra var rúmum 350 þúsund tonnum landað hérlendis.

Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er eftir nýrri aflareglu sem staðfest var í fyrra vor. Miðað er við að skilja eftir 150 þúsund tonn af loðnu til hrygningar. Veiðistofninn er talinn nema 675 þúsund tonn.

Polar Amaroq. Mynd: Kristín Hávarðsdóttir

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.