Framkvæmdir við strandblakvöll kærðar

Þrír íbúar á Vopnafirði hafa kært framkvæmdir við strandblakvöll í bænum til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Þeir telja að skort hafi á samráð við aðdraganda framkvæmdarinnar.


Í bréfi íbúanna til ráðuneytisins segir alvarlegt að ráðist hafi verið í framkvæmdina án grenndarkynningar eða samráðs við íbúa. Farið hafi verið í hana eftir að framkvæmdir voru hafnað og þá hafi íbúar í níu af þeim fimmtán húsum sem fengu bréf mótmælt staðsetningu vallarins „harkalega.“

Grunnur er kominn fyrir völlinn við enda sparkvallarins, skammt frá skólanum við Lónabraut. Byrjað var á vellinum í fyrra en þær stöðvaðar eftir athugasemdir íbúa. Síðsumars var aftur ákveðið að fara af stað en málið virðist á ný komið á ís eftir kæruna.

Íbúarnir segja í kærunni að af vellinum hljótist sandfok sem aldrei verði hægt að koma í veg fyrir. Þá verði ónæði af leikmönnum sem sækja þurfi boltann í garða annarra. Eins muni girðing við völlinn skyggja á kvöldsólina.

Sagt er að sveitarstjórn hafi aldrei sýnn nein vilja til að ná sáttum og keyrt málið áfram í óþökk meirihluta í búa í grenndinni. Fullyrt er að aðilar í sveitarstjórn sem eigi beinna hagsmuna að gæta hafi ekki vikið sæti við afgreiðslu málsins.

Hreppurinn hefur áður svarað athugasemdum íbúanna á þann hátt að lítið fokgildi sé í sandinum og breitt verði við hann í hvassviðri. Staðan verði svo metin að loknu sumri 2017.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.