Framhaldsskólarnir opna aftur

Heilbrigðisráðuneytið hefur heimilað nemendum að snúa aftur í dagskóla í Menntaskólanum á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands.

Nemendur fóru heim í byrjun mánaðarins eftir að strangari takmörk voru sett á fjöldasamkomur. Undanþágur voru settar á framhaldsskóla þar sem 30 nemendur máttu vera samankomnir, en þær hjálpuðu í raun aðeins bekkjaskólum en ekki skólum með áfangakerfi eins og þeir austfirsku.

Heilbrigðisráðuneytið hefur nú veitt austfirsku skólunum sameiginlega undanþágu frá sóttvarnareglunum. Staðnám getur því hafist á ný, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ekki mega vera fleiri en 30 í hóp, nemendur þurfa að halda eins metra fjarlægð auk þess sem algjör grímuskylda er í skólunum. Skólarnir leggja nemendum til grímur.

Þá er nemendum fyrirskipað að mæta ekki í skóla finni þeir fyrir hvers konar einkennum Covid-19.

Í frétt á vef VA kemur fram að undanþágan sé veitt, meðal annars í ljósi þess að lítið er um smit á Austurlandi. Samkvæmt tölum dagsins af Covid.is er enginn með virkt smit og aðeins einn í sóttkví. Þessar tölur hafa ekki breyst síðustu dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.