Fórnarlamba umferðarslysa minnst á sunnudag

Minningarstundir verða á Breiðdalsvík og í Neskaupstað á sunnudag í tengslum við alþjóðlegan minningardag um fórnarlömb umferðarslysa.

Minningarathöfn verður við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík klukkan 14:00. Þeirri dagskrá verður streymt en skorað er á landsmenn alla að taka þátt í einnar mínútu þögn.

Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1592 látist í umferðinni á Íslandi. Á þessu ári hafa sjö einstaklingar látið lífið í umferðinni hérlendis.

Tilgangurinn með deginum er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni. Þá er rík hefð fyrir því á minningardeginum að færa starfsstéttum, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf. Í ár er sérstök áhersla lögð á afleiðingar þess að vera ekki með öryggisbelti í bílum.

Viðburðir eru á sautján stöðum um landið, þar af tveir á Austurlandi. Á Breiðdalsvík mun björgunarsveitin Eining, ásamt slökkviliði og sjúkraflutningum, verða með minningarstund við Lækjarkot. Í Neskaupstað verður kveikt á kertum fyrir utan björgunarsveitarhúsið við aðalgötu bæjarins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.