„Fólk vill bara komast á skíði“

„Skíðasvæðið er ekki fallegt sem stendur, það er hvorki snjór í brekkunum eða við lyftur,“ segir Marvin Ómarsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Oddsskarði.

Marvin segir að skíðaiðkendur séu orðnir langþreyttir á snjóleysinu. „Fólk vill bara komast á skíði. Hér er grænn mosi og stærri lækir en við sjáum yfir sumartímann, enda fimm stiga hiti og rigning. Samkvæmt spánni á nú að fara að snjóa í nótt og mjatlast niður næstu daga, þannig að það fer kannski að birta til hjá okkur,“ segir Marvin, sem áætlar að keyra snjó í byrjendabrekkuna.

„Við ætlum að keyra í byrjendalyftuna til þess að koma í það minnsta litlu krökkunum á skíði. Við höfum haft opið í 11 daga í vetur en á sama tíma í fyrra voru dagarnir orðnir um 30 – reyndar var sá janúarmánuður mjög góður.

Vandinn er að þegar er orðið svo snjólítið þetta seint vanar allt undirlag þegar loks fer að snjóa og þá má segja að það tímabilið styttist einnig í vor. Mars er þó mesti úrkomumánuðurinn og við fáum snjó, það er alveg á hreinu.“

Hér er hægt að fylgjast með framþróun mála í Oddsskarði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.