„Fólk bíður að meðaltali í tíu ár með að leita sér hjálpar“

„Ég held að þetta verði voðalega kósý og það er mikilvægt að fólk á þessum minni stöðum sé ekki feimið við sín andlegu veikindi,“ segir Tara Ösp Tjörfadóttir, en ljósmyndaverkefnið „Faces Of Depression“ verður með myndatöku í boði Aloca Fjarðaráls, á Egilsstöðum á laugardaginn.



Tara Ösp er stofnandi samtakanna Stigma sem hafa það að markmiði að vinna forvarnar- og fræðslustarf gegn fordómum andlegra sjúkdóma og þeim fordómum sem ýta undir andlega vanlíðan. Ljósmyndaverkefnið „Faces Of Depression“, eða Andlit þunglyndis er meðal þeirra verkefna sem samtökin styðja við.

„Upphaflega ætlaði ég bara að ná að mynda 100 manns en það er komið þannig að nú er ég ekki með neitt fjöldaviðmið. Alcoa veitti Stigma styrk til þess að koma austur og mynda og nú er ég að koma á laugardaginn og mynda í Sláturhúsinu á Egilsstöðum milli klukkan 15:00 og 16:00,“ segir Tara Ösp.


auka sýnileika og berjast gegn fordómum

Tara Ösp segir markmið verkefnisins vera að auka sýnileika andlegra veikinda og berjast gegn fordómum. „Þetta sést ekki utan á fólki og við viljum hjálpa þeim sem eru að þjást í hljóði að stíga fram með veikindi sín.

Sem betur fer er samfélagið að opnast með þetta og fordómar hafa minnkað, en það þarf alltaf að halda þessu á lofti og því miður er staðan ennþá þannig að fólk bíður að meðaltali í tíu ár áður en það leitar sér hjálpar, en það segir allt sem segja þarf um heilbrigðskerfið.“

Tara Ösp segir verkefnið hafi gengið mjög vel. „Ég veit svo sem ekki við hverju ég bjóst, en það gekk mjög vel að ná í þetta fólk og í rauninni gerði ég það bara á tveimur helgum.


Vill sjál sem flesta

Tara Ösp vill sjá sem flesta á laugardaginn. „Við erum ekki bara að tala um þunglyndi, heldur bara alla þá sem einhverntíman hafa glímt við andleg veikindi á borð við kvíða eða hvað sem er, það þarf ekkert að skilgreina það nánar, það eru engin viðmið, of mikið eða of lítið. Bara allir.“

Á Facebook-síðu verkefnisins má sjá myndir af fyrrum þátttakendum verkefnisins sem eru rétt rúmlega 100 talsins. 

Hér má sjá myndband sem unnið var úr fyrstu 100 myndunum. 

Skráning í myndatökuna á laugardaginn fer fram hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.