Fjórir teknir undir áhrifum fíkniefna í umferðinni

Lögreglan á Austurlandi tók fjóra einstaklinga undir áhrifum fíkniefna við umferðareftirlit í síðustu viku. Slökkvilið var kallað til á Hótel Héraði eftir að reykur barst úr ofni á neðstu hæð hússins.


Slökkviliðið var kallað á staðinn á tólfta tímanum í gær eftir að brunakerfi hótelsins fór í gang og töluverða hitalykt lagði um gangana. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um minniháttar atvik að ræða þar þó fór betur fór á en horfðist og slökkviliðið fljótt að reykræsta.

Lögreglan hefur aðallega sinnt umferðareftirliti síðustu daga. Fjórir voru teknir undir áhrifum fíkniefna. Jónas Wilhelmsson yfirlögregluþjónn segist merkja „uppsveiflu“ í neyslu fíkniefna meðal ungmenna í fjórðungnum. Í flestum tilfellum séu þeir sem teknir eru undir áhrifum kannabisefna.

Eins hefur verið eitthvað um hraðakstur en ekki orðið neinar stærri uppákomur.

Vel gekk að afgreiða ferjuna Norrænu sem kom til Seyðisfjarðar í morgun. Merkja má lengra ferðamannatímabil þar sem fleira fólk, bílar og meiri farmur kemur með ferjunni en verið hefur síðustu haust.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.