Fjögur austfirsk ungmenni spila í Hörpu á lokatónleikum Nótunnar

Þrjú atriði úr tónlistarskólum fjórðungsins komust áfram að loknum svæðistónleikum Nótunnar á Norður- og Austurlandi sem fram fóru í Hofi síðastliðinn föstudag. Þau atriði fara í lokakeppnina sem haldin verður í Eldborgarsal Hörpu 10. apríl næstkomandi.



Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla, fer nú fram í sjöunda sinn, en hún er samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Samtaka tónlistarskólastjóra, Tónastöðvarinnar, Töfrahurðar og Tónlistarsafns Íslands.

Fyrsti hluti uppskeruhátíðarinnar fer fram inn í tónlistarskólunum og felur í sér forval/tilnefningar á atriðum til þátttöku á svæðisbundna hluta hátíðarinnar. Annar hluti uppskeruhátíðar tónlistarskóla felst í svæðistónleikum og þriðji og síðasti hluti uppskeruhátíðar tónlistarskóla fer fram í formi lokahátíðar á landsvísu sem haldin er í Hörpu.


Ellefu atriði að austan tóku þátt í Hofi

Um 130 tónlistarnemendur tóku þátt í svæðistónleikum Nótunnar 2016 fyrir tónlistarskóla á Norður- og Austurlandi í Hofi.

Fjögur atriði fóru frá Tónlistarskólanum á Egilsstöðum, tvö frá Tónskólanum í Neskaupstað, tvö frá Tónlistarskóla Eski- og Reyðarfjarðar, tvö frá Tónlistarskóla Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar og eitt frá Tónlistarskóla Vopnafjarðar.

Þau þrjú atriði sem komust áfram og keppa til úrslita í Hörpu í apríl eru:

  • Írena Fönn Clemmensen frá Tónlistarskólanum í Neskaupsstað, en hún  flytur lagið Á hafsbotni.
  • Anya Hrund Shaddock, píanóleikari og trommuleikarinn Anton Unnar Steinsson frá Tónlistarskóila Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar, en þau fluttu lagið My Favorite Things, sem þau sjálf útsettu. 
  • Kristófer Gauti Þórhallsson, fiðluleikari og meðleikarinn Zigmas Genutis frá Tónlistarskólanum á Egilsstöðum. Þeir fluttu verkið Thais Meditation. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.