Fiskvinnsla í gang á Fáskrúðsfirði

Vinnsla er hafin á ný í frystihúsinu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði en hún hefur legið niðri frá því fyrir jól vegna verkfalls sjómanna. Keyptur er afli af krókaaflamarksbátum.


Vinnsla hófst aftur á fimmtudag en hráefnið kemur frá Dögg SU og Hafrafelli SU. Sjómenn bátanna eru í Landssambandi smábátasjómanna og því ekki í verkfalli.

„Það er gott að ná vinnslu aftur af stað. Vinnslan hefur gengið vel og strax var mjög góð mæting,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.

Verkfallið hefur haft nokkur áhrif á Loðnuvinnsluna líkt og fleiri sjávarútvegsfyrirtæki. „Þetta hefur haft mikil áhrif á okkur. Við erum með þrjú skip stopp í landi og vinnsluna bara á 60% afköstum ef veður leyfir.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar