Fiskvinnsla í gang á Fáskrúðsfirði

Vinnsla er hafin á ný í frystihúsinu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði en hún hefur legið niðri frá því fyrir jól vegna verkfalls sjómanna. Keyptur er afli af krókaaflamarksbátum.


Vinnsla hófst aftur á fimmtudag en hráefnið kemur frá Dögg SU og Hafrafelli SU. Sjómenn bátanna eru í Landssambandi smábátasjómanna og því ekki í verkfalli.

„Það er gott að ná vinnslu aftur af stað. Vinnslan hefur gengið vel og strax var mjög góð mæting,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.

Verkfallið hefur haft nokkur áhrif á Loðnuvinnsluna líkt og fleiri sjávarútvegsfyrirtæki. „Þetta hefur haft mikil áhrif á okkur. Við erum með þrjú skip stopp í landi og vinnsluna bara á 60% afköstum ef veður leyfir.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.