Fiskeldi Austfjarða skráð á hlutabréfamarkað í Noregi

Ice Fish Farm, móðurfyrirtæki Fiskeldis Austfjarða, var fyrir helgi skráð á hlutabréfamarkað í Noregi. Fyrirtækið fékk nýverið andvirðri 5,7 milljarða króna, eða 200 milljónir norskra króna, í lokuðu hlutafjárútboði.

Í tilkynningu frá Kauphöllinni í Osló segir að mikill áhugi hafi verð á hlutabréfaútboðinu frá traustum fjárfestum, bæði norskum og alþjóðlegum. Bæði gátu fagfjárfestar keypt ný hlutabréf í lokuðu útboði, auk þess sem núverandi eigendur seldu hluta af sínum bréfum. Fyrirtækið er að mestu í eigu norskra aðila.

„Við viljum þakka fjárfestum okkar fyrir að taka þátt í þessum nýja kafla í laxeldissögu Íslendinga. Nú getum við boðið enn fleiri fjárfestum í að taka þátt í því með okkur að koma sjálfbærum laxi á markaði heimsins,“ er haft eftir Guðmundi Gíslasyni, framkvæmdastjóra Fiskeldis Austfjarða, í tilkynningunni.

„Fjárfestar hvaðan æva að úr heiminum laðast að Kauphöllinni í Osló. Ice Fish Farm verður góð viðbót við það þau sjávarútvegsfyrirtæki sem við getum boðið fjárfestum upp á,“ er haft eftir Øivind Amundsen, framkvæmdastjóri kauphallarinnar, sem sögð er stærsti hlutabréfamarkaður heims með sjávarútvegsfyrirtæki.

Fiskeldi Austfjarða elur lax í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Því er í tilkynningunni lýst sem meðal leiðandi laxeldisfyrirtækja heimsins sem hafi hina eftirsóttu AquaGAP vottun sem tryggi umhverfisvæna framleiðslu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.