Fimm í sóttkví eystra

Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Austurlandi en enn er enginn með smit í fjórðungnum.

Þetta kemur fram í nýjustu tölum á Covid.is. Í gær voru fjórir í sóttkví svo þar fjölgar um einn. Austurland er enn eini fjórðungurinn án smits.

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands sendi fyrir helgi frá sér tilkynningu þar sem fólk er hvatt til að halda muna að meiri fjarlægð sé öruggari en minni, þótt aðeins sé kveðið á um einn metra í reglum.

Þar var einnig ítrekað mikilvægi handþvottar og sprittnotkunar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.