Félagasamtök vilja kaupa barnaskólann á Eiðum

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur falið bæjarstjóra að ræða við tvö félagasamtök í Eiðaþinghá sem vilja kaupa gamla barna- og leikskólann á Eiðum.


Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs í gær þar sem tekið var fyrir 23ja milljóna boð Búnaðarfélags Eiðaþinghár og Kvenfélags Eiðaþinghár í húsnæðið.

Í tilboðinu er einnig óskað eftir afnotum af íþróttavellinum á Eiðum gegn því að hirða hann. Völlurinn var um árabil í umsjón UÍA en í eigu sveitarfélagsins.

Félögin ætla sér að reka ferðaþjónustu í hluta húsanna og nýta það sem félagsaðstöðu fyrir nærsamfélagið. Í afgreiðslu bæjarráðs felst þó engin endanleg afstaða til tilboðsins.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.