Fasteignamat á Seyðisfirði hækkar um 40 prósent

Samkvæmt uppfærðu fasteignamati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HSM) fyrir næsta ár sem kynnt var í morgun er það matið fyrir Seyðisfjörð sem hækkar mest á landinu á milli ára eða um heil 40 prósent. Almennt hækkar fasteignamat á Austurlandi öllu að meðaltali um 11,7 prósent.

Stofnunin kynnti fasteignamat næsta árs á fundi í Reykjavík í morgun en það mat er endurskoðað árlega miðað við fyrirliggjandi gögn hverju sinni en fasteignaskattar taka mið af því mati. Þar er markaðsverð ríkjandi þáttur og það útskýrir að stórum hluta mikla hækkun á Seyðisfirði. Þar hefur verið töluverð uppbygging átt sér stað síðustu misserin en þó ekki nægilega mikil til að fullnægja eftirspurn og það hækkar markaðsverð og fasteignamatið sömuleiðis.

Fram kom í máli Tryggva Márs Ingólfssonar, framkvæmdastjóra fasteignasviðs HMS, að stærsta ástæða hækkunar fasteignamats á landsvísu kæmi aðallega til vegna mikillar fjölgunar íbúa í landinu á sama tíma en því fer fjarri að nægilega mikið sé byggt til að anna þeim aukna fjölda. Þvert á móti þá sé útlit fyrir að draga sé mikið úr nýbyggingum alls staðar í landinu samanborið við fjölda nýrra bygginga frá árinum frá 2010 til 2020. Húsnæðisskortur muni því aukast fremur en minnka í náinni framtíð. Inn í þessa breytu hafi jafnframt áhrif hve mjög vextir hafi hækkað í landinu á síðasta ári og séu enn að hækka.

Þá kom fram í máli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, að sökum þess hve fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækki lítið miðað við annað húsnæði eða um tæplega 5 prósent. Það muni það hafa neikvæð áhrif á fjárhag sveitarfélaga en töluvert hærri fasteignaskattar eru á atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði og þeir skattar eru stórir tekjuþættir hjá sveitarfélögum landsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.