Fasteignagjöld hækkað um 34% austanlands

Meðaltal fasteignagjalda á fjórum matssvæðum á Austurlandi hefur hækkað um 32 prósent frá árinu 2014 til 2022 samkvæmt nýrri skýrslu Byggðastofnunar. Langmest á Vopnafirði.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr samanburðarskýrslu stofnunarinnar á fasteignagjöldum heimilanna 2022 sem nýkomin er út.

Þar gefur stofnunin sér tilteknar viðmiðunarfasteignir til að fá sem gleggsta mynd til samanburðar yfir allt landið. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m² að grunnfleti og 476 m³ á 808 m² lóð. Fasteignagjöld eru reiknuð út af Byggðastofnun samkvæmt álagningarreglum ársins 2022 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi, út frá fasteignamatinu sem Þjóðskrá reiknar og gildir frá 31. desember 2021. Útreikningar voru gerðir fyrir 99 matssvæði í 50 sveitarfélögum.

Matssvæðin sem um ræðir hér austanlands eru Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Egilsstaðir og Neskaupstaður en yfir línuna reyndust fasteignagjöld á þessum fjórum stöðum vera 288 þúsund krónur á viðmiðunareign árið 2014 en er í dag 379 þúsund krónur.

Sé kafað dýpra í skýrsluna kemur í ljós að fasteignagjöld per viðmiðunareign á Vopnafirði hafa hlutfallslega hækkað um 70 prósent á þessu tímabili, 41 prósent í Neskaupstað og 36 prósent á Egilsstöðum. Gjöldin hafa hins vegar lækkað hjá Seyðfirðingum um 9 prósent.

Frá Vopnafirði. Þar hafa fasteignagjöld hækkað mest síðustu árin. Mynd GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.