Fangelsisdómur og ævilöng svipting fyrir ölvunarakstur

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt 23 ára gamlan karlmann í fangelsi og til ævilangrar sviptingar ökuréttinda fyrir ölvunarakstur. Lögregla hafði afskipti af manninum undir Grænafelli í mars.


Vínandamagn í blóði hans mældist 0,85 prómill. Í dóminum segir að ákærði hafi játað alla háttsemi í ákæru skýlaust fyrir dómi.

Hann var ákærður fyrir að aka undir áhrifum áfengis og án þess að vera með gilt ökuskírteini. Maðurinn hefur hlotið sex refsidóma frá árinu 2012, þar af þrjá fyrir ölvunarakstur.

Í dóminum segir að ákærði hafi játað brot sín greiðlega og sýnt eftirsjá. Það horfi til mildunar en ekki séu efni að víkja frá áralangri dómaframkvæmd um ítrekaðan ölvunarakstur.

Hann var því dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, en þar af eru þrír mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Þá var hann sviptur ökuréttindum ævilangt og til að greiða tæpar 140 þúsund krónur í sakarkostnað.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.