Fágætur flækingsfugl í Fellabæ

Starfsmanni Náttúrustofu Austurlands brá þægilega í brún um liðna helgi þegar viðkomandi rakst óvænt á herfugl spóka sig í Fellabænum.

Endrum og sinnum berast fregnir af þessum fuglum hér á landi en umrædd tegund fugla hefur fyrst og fremst heimkynni í Evrópu, Asíu og norðurhluta Afríku. Þeir sérstakir fyrir mjög svo áberandi kamb á höfðinu og hafa æði sérkennilegt fluglag sem eftir er tekið. Þeir eru undantekningarlaust með hvít- og svart röndótt bak

Meðfylgjandi mynd var tekin af Indriða Skarphéðinssyni við þetta tækifæri en fuglinn var að spóka sig rólegum um fyrir utan hús hans og Kolbrúnar Sverrisdóttur, líffræðings hjá Náttúrustofunni um síðustu helgi ofarlega í Fellabæ.

Sjálf hefur Kolbrún aldrei áður séð herfugl berum augum en hún vill endilega heyra í fólki ef það verður þessa flækings einhvers staðar vart.

„Ég held að slíkir fuglar hafi aðeins sést hér á landi í 20 skipti eða svo þannig að þetta er sérstakt. Hann auðvitað á kolröngum stað á hnettinum á þessum tímapunkti enda meira um þá við Miðjarðarhafið þar sem hitastigið er töluvert hærra. Hann hefur líklega komið hingað í veðrinu um daginn og því miður finnst mér ólíklegt að hann komist heim til sín úr þessu.“

Herfuglinn er fallegur fugl en örlög hans líklega ráðin því hæpið er að hann lifi veturinn hér af. Mynd Indriði Skarphéðinsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.