Fækka tilkynningum á ný

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurland hefur ákveðið að byrja á ný að senda tilkynningar um stöðu Covid-19 faraldursins í fjórðungum til íbúa aðeins á þriðjudögum og föstudögum.

Undanfarnar vikur hefur aðgerðastjórnin sent íbúum daglegar áréttingar. Hún var nýbúin að breyta því þegar smit greindist þriðjudaginn í síðustu viku. Daglegum útsendingum var þá umsvifalaust komið á aftur.

Nú ætlar aðgerðastjórnin að nýta logið fækka tilkynningum á ný og senda aðeins út tvær í viku. Það breytist ef vindátt breytist eða hvessir, eins og það er orðað í orðsendingu dagsins.

Í tilkynningu dagsins eru íbúar minntir á að huga að persónulegum sóttvörnum. Minnt er á að hið árlega inflúensutímabil sé framundan en varnirnar virki vel gegn henni, sem fleiri veirupestum.

Einn einstaklingur er í einangrun með virkt Covid-19 smit og einn í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar