Enn lokað upp að Hengifossi

Hluti leiðarinnar upp að Hengifossi í Fljótsdal er enn lokaður. Brugðið var á það ráð fyrir viku til að varna frekari gróðurskemmdum vegna vætutíðar og átroðnings.

„Það rigndi hressilega í gær þannig staðan er óbreytt,“ segir Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs en þjóðgarðurinn vaktar svæðið við Hengifoss.

Hliði ofan við Litlanesfoss var lokað á miðvikudagskvöldið í síðustu viku og mælst til þess að gestir færu ekki ofar. Svæðið þar fyrir ofan hefur látið á sjá að undanförnu í rigningum og mikilli umferð.

Gróður er viðkvæmur um þessar mundir og í vætutíð er hættara við að ferðamenn víki af göngustígum sem uppfullir eru af for. Þá hafði skapast hrunhætta á hluta leiðarinnar.

Agnes segir að stefnt sé að því að opna stíginn frá Litlanesfossi upp að næsta útsýnisstað þegar þorni en þess sé lengra að bíða að hægt verði að hleypa umferðinni lengra.

Við Hengifoss í síðustu viku. Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.