Enginn vill kaupa Jón Kjartansson 

Jón Kjartansson SU sem Eskja á hefur verið á söluskrá um margra ára skeið en enginn finnst kaupandinn. Skipið hefur legið bundið við bryggju á Reyðarfirði frá 2017, næsta verkefnalaust. Nú er stefnt að því að flytja Jón Kristjánsson út og selja í brotajárn. 

Frá þessu er greint á vef Fiskifrétta. Skipið hefur verið fyrir austan frá árinu 1987 þegar Hraðfrystistöðin á Eskifirði keypti það níu ára gamalt frá Hafnarfirði, þar sem það gekk undir nafninu Eldborg HF. Komið til Eskifjarðar fékk skipið nafnið Hólmaborg og síðar Jón Kjartansson. 

Haft er eftir Baldri Marteini Einarssyni útgerðarstjóra Eskju að farið hafi verið að huga að því að selja skipið þegar árið 2015. Enginn kaupandi hafi hins vegar fundist enda skipið orðið hátt í fjörutíu ára gamalt og lítil efftirspurn eftir svo gömlum skipum. 

Sem fyrr segir hefur skipið legið við polla meira og minna frá árinu 2017, utan að haldið var úthald á kolmunna um hríð árið 2019. Því stefnir Eskja nú að því að losa sig við Jón Kjartansson í brotajárn en þó er ekki búið að ganga frá þeirri sölu. Baldur segist vonast til að af því geti orðið sem fyrst en veður og vindar ráði því hvernig það muni ganga. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.