Engar gagnlegar vísbendingar borist við leitina að Arnari

Engar vísbendingar hafa enn borist um afdrif karlmanns á fertugsaldri sem lögreglan á Austurlandi lýsti eftir í gær. Síðast er vitað um ferðir hans í höfuðborg Þýskalands í lok ágúst.

Lögreglan á Austurlandi lýsti í gær eftir Arnari Sveinssyni, 32ja ára karlmanni, en ekkert hefur spurst til hans síðan í september. Arnar hefur aldrei búið á Austurlandi en á nána ættingja á svæðinu sem leituðu til lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunin á Austurlandi barst fyrst fyrirspurn frá ættingjunum í september en síðar formleg beiðni um leit að Arnari.

Viðað er að hann fór til Berlínar í ágúst og er síðast vitað um ferðir hans þar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi hefur þess verið freistað að afla upplýsinga um ferðir hans. Í því felst meðal annars að leita upplýsinga hjá almenningi. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og sendiráð Íslands í Berlín hafa einnig verið upplýst um málið.

Leitað hefur verið aðstoðar bæði Interpol og Europol í gegnum alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Engar upplýsingar hafa enn borist lögreglu sem gagnast við leitina. Sem sakir standa er hlutverk lögreglunnar fyrst og fremst að afla gagna fyrir þýsk yfirvöld sem stýra leitinni þar.

Arnar er um 185 sm á hæð, grannvaxinn með rautt sítt hár, rautt skegg og gleraugu. Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir hans eru beðnir um að hafa samband við rannsóknadeild lögreglunnar á Austurlandi í síma 444-0650 eða netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar