Ekki sjáanleg ummerki um óstöðugleika í brúnum

Úrkomulaust hefur verið á Seyðisfirði frá því um miðnætti. Hryggur við Búðará hefur færst um alls 7 sm., frá því rigningarlotan hófst í byrjun mánaðarins. Útlit er fyrir að heldur fari nú að stytta upp.

Þetta má lesa út úr yfirliti Veðurstofu Íslands í dag. Þar kemur fram að um úrkoma á Seyðisfirði hafi verið um 20 mm. síðasta sólarhringinn, heldur meiri í Botnum og Vestdal en í bænum sjálfum.

Í gær var farin vettvangsferð um Botna og Þófa til að kanna aðstæður. Engin yfirboðsummerki sáust um mikinn óstöðugleika í brúnum. Þá virðist vatn heldur hafa sjatnað miðað við hvernig var á fimmtudag.

Hreyfing á hryggnum við Búðará, sem gengur orðið undir nafninu Búðarhryggur, hafa verið 7 sm. í mánuðinum. Minni hreyfingar hafa verið utan við hann en þær jukust þó heldur með úrkomunni síðustu daga.

Á Eskifirði var úrkoman ekki nema 3 mm. í gær. Mikið var í ám þar á tímabili en engin merki um óstöðugleika, svo sem óverulegar hreyfingar á aflögunarmælum.

Á báðum stöðum er grunnvatnsstaðahá þótt hún hafi heldur lækkað í dag. Óvissustig vegna skriðuhættu er því enn í gildi fyrir Austfirði og umferð í lækjar- og skriðufarvegum á Seyðisfirði ekki talin æskileg.

Spáð er rigningu seinni partinn í dag og aftur í fyrramálið, þó mun minni en á fimmtudag. Eftir það er ekki útlit fyrir teljandi úrkoma aftur fyrr en á miðvikudagsmorgun.

Vatnsyfirborð Lagarfljóts er enn hátt þótt það hafi lækkað töluvert í vikunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.