Ekki hægt að kjósa til heimastjórna í öðrum kjördeildum

Kjósendur í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu ekki geta kosið til heimastjórna utan sinnar heimabyggðar á kjördag.

Þetta kemur fram í úrskurði frá dómsmálaráðuneytinu sem yfirkjörstjórn sveitarfélagsins óskaði eftir.

Þeir sem ekki geta kosið í heimabyggð á kjördag í sveitarstjórnarkosningunum geta mætt á aðra kjörstaði, svo lengi sem opið er á þeirra heima kjörstað, og fengið sig færða milli kjördeilda.

Samkvæmt úrskurðinum er þetta ekki heimilt í heimastjórnarkosningunni. Hvetur yfirkjörstjórn því þá sem ekki geta kosið í heimabyggð á morgun að nýta daginn í dag til að kjósa utankjörfundar. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um allt land, á hreppsskrifstofum á Borgarfirði og Djúpavogi og loks Bókasafni Héraðsbúa á opnunartíma.

Þeir sem kjósa utan kjörfundar eru sjálfir ábyrgir fyrir að koma atkvæðum sínum til skila. Hægt er að afhenda atkvæðið á hvaða kjörstað sem er en yfirkjörstjórn mun hafa aðsetur í Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Tæknilega séð er hægt að kjósa alla sem eru á kjörskrá í sveitarstjórnir en þó hafa sautján lýst sig reiðubúin til að starfa innan heimastjórnanna fimm. Kynningar á þeim má lesa á svausturland.is

Hver kjósandi kýs einn einstakling í heimastjórn með að rita nafn viðkomandi og lögheimili á kjörseðil.

Þessi hafa gefið kost á sér til heimastjórna.

Borgarfjörður
Ólafur Arnar Hallgrímsson, Skálabergi
Alda Marín Kristinsdóttir, Víkurnesi 2

Djúpivogur
Kristján Ingimarsson, Búlandi 4
Skúli Heiðar Benediktsson, Steinum 6
Bergþóra Birgisdóttir, Steinum 13
Sigrún Eva Grétarsdóttir, Steinum 15
Ingi Ragnarsson, Hrauni 3

Fljótsdalshérað
Björgvin Stefán Pétursson, Hamragerði 7
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Tjarnarlönd 19
Skúli Björnsson, Fjósakambi 14
Jóhann Gísli Jóhannsson, Breiðavaði
Elí Þór Vídó Gunnarsson, Sunnufell 5
Sveinn Jónsson, Norður-Kollur 1

Seyðisfjörður
Ólafur Hr. Sigurðsson, Dalbakka 3
Rúnar Gunnarsson, Bröttuhlíð 6
Svandís Egilsdóttir, Vesturvegi 8
Skúli Vignisson, Garðarsvegi 9

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.