Einn í viðbót í sóttkví

Ekkert nýtt Covid-19 smit greindist á Austurlandi í gær. Tólf einstaklingar eru í sóttkví, einum fleiri en í gær.

Sem fyrr er einn í einangrun vegna virks smits, sem greindist á þriðjudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands.

Einn greindist smitaður við skimun við komu Norrænu til Seyðisfjarðar í gær. Hann fór í mótefnaskimun en niðurstaða hennar liggur ekki fyrir.

Aðgerðastjórn minnir á upplýsingar um veiruna og viðbrögð við henni sem finna má á www.covid.is, nýrri heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands hsa.is og heimasíðum sveitarfélaga.

Ef einstaklingar finna til einkenna er þeim bent á að hafa samband í síma við sína heilsugæslu til að fá leiðbeiningar. Utan opnunartíma er hægt að hafa samband við læknavakt fyrir allt landið í síma 1700.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.