Einelti á FSN: Má ég ekki bara vera í friði?

hulda_valdis_onundardottir_fsn.jpg
Starfsmaður hjúkrunardeildar Fjórðungssjúkrahússins Neskaupstað (FSN) segist hafa upplifað sig sem fórnarlamb eineltis þau þrjú ár sem hún hafi unnið á deildinni. Hún hafi ítrekað kvartað yfir framkomunni við sig en ekkert breyst. Úrræðaleysi valdi því að ekkert sé gert.

„Það var aðallega ein manneskja var stöðugt að setja út á mig, fötin mín, hárgreiðslu, hvað ég setti ofan í mig og hvað ég sagði o.s.frv.“ segir Hulda Valdís Önundardóttir í samtali við vikublaðið Austurgluggann. Hún á að snúa aftur úr fæðingarorlofið þann 1. október. Hún kvíðir því og telur óvíst að hún geri það.

„Ef ég sagði eitthvað sem hún var ekki sammála þá varð hún að gera lítið úr mér og skjóta leiðinlega á mig. Hún sendi mér óvinsamlegar augngotur, sýndi lítilsvirðingu og hún bar litla virðingu fyrirskoðunum mínum og þörfum.“

„Ég hef gengið á endalausa veggi“

Hulda Valdís hefur víða leitað aðstoðar vegna eineltisins og hefur málið farið inn á borð stéttarfélags, Vinnueftirlitsins og stjórnanda hjá Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

„Það er sama hvert ég hef snúið mér og sama hvert ég hef leitað, ég hef gengið á endalausa veggi. Af hverju getur fólk ekki leyft mér að vera eins og ég er? Fer ég svona hrikalega í taugarnar á fólki? Má ég ekki bara vera eins og ég er? Það hafa allir fullan rétt á því að vera eins og þeir eru. Mér er t.d. alveg sama þótt sumu fólki finnist ég vera skrítin. Ég er lesblind og með athyglisbrest, en það þarf ekki að níðast á mér og sýna mér vanvirðingu og dónaskap. Ég vil bara fá að vera í friði og fá að vera ég – er of mikið að biðja um það?“

Það virðist jafnvel hafa gert illt verra að kæra málið. Yfirmenn hafi jafnvel verndað gerandann. Henni hafi til að mynda ekki verið boðið á árshátíð starfsmanna FSN þótt fyrrverandi starfsfólki hafi verið boðið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.