Efstu húsin í rýmingu til 27. desember

Greining gagna og mat á stöðugleika á rýmingarsvæði hefur staðið yfir og er metið reglulega. Aðstæður hafa farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólnaði í veðri. Hinsvegar er gert ráð fyrir að hlýni að nýju í skamman tíma á aðfanga- og jóladag. Því munu hús sem efst eru í byggðinni í jaðri rýmingarsvæðis haldast óbreytt í rýmingu til 27. desember að minnsta kosti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að ákvörðun um afléttingu rýmingar í öðrum húsum á rýmingarsvæði, þeim sem eru neðan við Múlaveg, verður tekin síðar í dag. Gert er ráð fyrir að tilkynning um það verði send fyrir klukkan 19 í kvöld. Ef rýmingu verður ekki aflétt síðar í dag mun henni ekki aflétt fyrr en í fyrsta lagi 27. desember líkt og á við um hús efst í byggðinni í jaðri rýmingarsvæðis.

Líkt og í gær mun íbúum, öllum sem búa innan við Búðará og eiga hús á rýmingarsvæði gefinn kostur á að sækja nauðsynjar í hús sín. Hvatt er til að þeim ferðum verði mjög stillt i hóf en þeir sem æskja þess að nýta þann möguleika gefi sig fram í Ferjuleiru á Seyðisfirði.

Mynd: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Seyðisfirði í dag. Mynd GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar