Drengirnir enn í fóstri hjá Fjarðabyggð

Tveir táningsdrengir sem komu hingað til lands með Norrænu í byrjun september og óskuðu eftir hæli eru enn á forræði félagsmálayfirvalda í Fjarðabyggð. Vonast er til þess að málefni þeirra fari að skýrast á næstu dögum.


Drengirnir eru 16 og 17 ára gamlir og koma frá Alsír og Marokkó. Þeir gáfu sig fram á Breiðdalsvík og var umsjón þeirra því falin félagsmálayfirvöldum í Fjarðabyggð sem þjónusta Breiðdalshrepp.

Fyrstu mánuðina eftir komuna voru drengirnir vistaðir á gistiheimili á Reyðarfirði en eru nú komnir í íbúð í eigu Fjarðabyggðar.

Inga Rún Sigfúsdóttir, félagsráðgjafi hjá Fjarðabyggð, vonast til að mál þeirra fari að skýrast á næstum dögum eftir viðtöl í Barnahúsi. Annar drengjanna er búinn í viðtali en hinn fer þangað á morgun.

Mál drengjanna vakti upp töluverða umræðu um það kerfi sem taki á móti hælisleitendum undir 18 ára aldri og gagnrýndi Inga Rún að ekki hefði verið hægt að sækja aðstoð til þeirra aðila sem al

flestir þeir aðilar sem sinna málefnum hælisleitenda hefðu ekki tekið að sér mál drengjanna.

Meðal annars þótti skjóta skökku við að íslenskum börnum væri yfirleitt komið í úrræði, svo sem til fósturfjölskyldna eða meðferðarheimili, en drengirnir hefðust við á gistiheimilinu.

Samkvæmt nýjum útlendingalögum sem tóku gildi um síðustu áramót tekur Barnaverndarstofa við umönnun barna um leið og þau hafa sótt um hæli og sannað er að þau séu undir 18 ára aldri. Áður var barnaverndarnefnd á þeim stað þar sem óskað er um hæli sem bar ábyrgð á velferð þeirra meðan mál þeirra var til meðferðar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.