Djúpavogsskóli stenst ekki kröfur um aðbúnað

Skólahúsnæði Djúpavogsskóla er orðið of lítið fyrir þá starfsemi sem þar á að vera og uppfyllir ekki kröfur um aðbúnað nemenda og starfsmanna.


Þetta kemur fram í fundargerð frá síðasta fundi heimastjórnar Djúpavogs. Þar segir einnig að heimastjórn Djúpavogs telur einsýnt að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu skólastarfi í Djúpavogsskóla á komandi vetrum, vegna plássleysis og viðhaldsþarfar á eldri hluta skólans.

"Heimastjórn leggur á það mikla áherslu að mörkuð verði framtíðarstefna um uppbyggingu skólahúsnæðis og skólalóðar og að tryggðir verði fjármunir til uppbyggingar í fjárhagsáætlun næsta árs," segir í fundargerðinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.