Dennis Quaid og Michelle Fairley fara með aðalhlutverkin í Fortitude

Stórleikarinn Dennis Quaid mun leika eitt aðalhlutverkanna í annarri þáttaröð af Fortitude, en tökur hefjast á Reyðarfirði næstkomandi þriðjudag.



Persóna Quaids heitir Michael Lennox og verður kona hans, Freya Lennox, leikin af Michelle Fairley.

Dennis Quaid hefur verið tilnefndur til tveggja Golden Globe verðlauna, m.a. fyrir hlutverk Bills Clinton í sjónvarpsmyndinni The Special Relationship (2010). Michelle Fairley er þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Game of Thrones.

Fjölmargir aðrir frægir leikarar taka þátt, þar á meðal danska stórleikonan Sofie Gråbøl og íslenski leikarinn Björn Hlynur Haraldsson.


Eru skíthræddir við snjóleysið
Þættirnir að þessu sinni verða tíu talsins og er leikmyndadeild Pegasus að leggja lokahönd á undirbúninginn og því allt að vera til reiðu á Reyðarfirði og í nágrenni, meðan annars hið sögufræga hús Valhöll á Reyðarfirði sem verið er að breyta í heimili Lennox hjónanna.



Pétur Sigurðsson, framleiðslustjóri þáttanna, segir að núverandi snjóleysi sé aðeins farið að kitla taugarnar.

„Það er alveg dæmigert að allur snjórinn sé farinn, en það er nú spáð einhverri snjókomu í næstu viku. Það eru allir alveg skíthræddir við þetta þar sem snjókomuspár stóðust illa síðast og alltaf var þremur gráður hlýrra en þær gerðu ráð fyrir. Við erum þó vanir menn og reddum okkur alltaf,“ segir Pétur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.