Bylgja ráðin verkefnastjóri íþrótta- tómstunda og forvarnamála

Bylgja Borgþórsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála hjá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.


Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu. Bylgja hefur starfað sem kennari við Egilsstaðaskóla undanfarin misseri og var þar áður skólastjóri við Grunnskólann í Breiðdalshreppi.

Hún stundar nú nám í opinberri stjórnsýslu. Bylgja hefur störf sem verkefnastjóri í lok febrúarmánaðar.

Alls sóttur 7 um starf verkefnastjóra. Umsækjendur voru auk Bylgju, Birna Björk Reynisdóttir kennari á Egilsstöðum, Katrín Reynisdóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú, Lárus Páll Pálsson viðskiptafræðingur Reykjavík, Lovísa Hreinsdóttir kennari á Egilsstöðum, Reynir Hólm Gunnarsson tómstundafulltrúi hjá Fljótsdalshéraði, Sonja Ólafsdóttir crossfitþjálfari á Egilsstöðum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar