Bylgja ráðin verkefnastjóri íþrótta- tómstunda og forvarnamála

Bylgja Borgþórsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála hjá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.


Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu. Bylgja hefur starfað sem kennari við Egilsstaðaskóla undanfarin misseri og var þar áður skólastjóri við Grunnskólann í Breiðdalshreppi.

Hún stundar nú nám í opinberri stjórnsýslu. Bylgja hefur störf sem verkefnastjóri í lok febrúarmánaðar.

Alls sóttur 7 um starf verkefnastjóra. Umsækjendur voru auk Bylgju, Birna Björk Reynisdóttir kennari á Egilsstöðum, Katrín Reynisdóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú, Lárus Páll Pálsson viðskiptafræðingur Reykjavík, Lovísa Hreinsdóttir kennari á Egilsstöðum, Reynir Hólm Gunnarsson tómstundafulltrúi hjá Fljótsdalshéraði, Sonja Ólafsdóttir crossfitþjálfari á Egilsstöðum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.